Seðlabankinn einangrar sig frá samfélaginu

VIlhjálmur Egilsson
VIlhjálmur Egilsson

„Þessi stýri­vaxta­ákvörðun þýðir vænt­an­lega að það logn­ast út af all­ar kjaraviðræður, því við erum ekki að fara að hækka laun á þess­um for­send­um, með stýri­vexti svona háa,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Vaxta­stigið hefði þurft að lækka niður í eins stigs tölu til þess að það væri nokk­urt vit í því að halda viðræðum áfram. 

Hann seg­ir ákvörðun Seðlabank­ans um vexti í fyrsta lagi ranga og í öðru lagi ekki gefa færi á að halda áfram viðræðum. Við þessa stöðu sé ljóst að kjara­samn­ing­ar verði ekki fram­lengdi og opn­ist þá 1. júlí, enda virðist það ekki skipta Seðlabank­ann neinu máli til eða frá hvernig vinnu­markaður­inn þró­ist. „Viðleitni vinnu­markaðar­ins til vinna með stjórn­völd­um um að ná sam­töðu um stöðug­leika meðal þjóðar­inn­ar virðist ekki hafa verið neinn þátt­ur í þess­ari ákvörðun. Seðlabank­inn er bara með þessu að lýsa því yfir að aðkoma vinnu­markaðar­ins sé ekk­ert sem máli skipt­ir. “

Vil­hjálm­ur seg­ir, að þeir fund­ir, sem boðaðir hafa verið um áfram­hald launaviðræða, verði haldn­ir en hann býst við því að lengra haldi umræðurn­ar ekki. „Við höf­um að þessu leyti ekki mikið annað að gera núna en að fara heim og und­ir­búa hátíðar­höld­in 17. júní, það ger­ist ekki neitt.“

Hann seg­ir ekki geta skilið það öðru vísi en að Seðlabank­in vilji ekki vera þátt­ur í stefnu­mörk­un eða taka þátt í viðræðum um fram­vindu efna­hags­mála.  „Eins og þetta lít­ur út fyr­ir mér þá sýn­ist mér það vera svo að Seðlabank­ann skorti sjálfs­traust til þess að koma að al­vöru viðræðum um þenn­an stöðug­leika­sátt­mála. Hann virðist líta sjálf­stæði sitt öðrum aug­um en æski­legt er að mínu mati, sjálf­stæði bank­ans þýðir ekki að hann sé ein­angraður frá sam­fé­lag­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert