„Skipið ruddist upp í hraunið"

00:00
00:00

Pálmi Sig­urður Pét­urs­son, sem var um borð í fjölveiðiskip­inu Sól­eyju Sig­ur­jóns GK sem strandaði í inn­sigl­ing­unni í Sand­gerðis­höfn á sjötta tím­an­um í morg­un, seg­ir að svo virðist sem skipið hafi beygt skyndi­lega á stjórn­borða er það var í rennu í inn­sigl­ing­unni og beint upp í hraun.

Hann telji lík­leg­ast að bil­un hafi valdið þessu enda sé skip­stjór­inn mjög kunn­ug­ur öll­um aðstæðum á svæðinu. Tvær trill­ur hafi komið á móti skip­inu í inn­sigl­ing­unni en hann telji ekki að þörf hafi verið á að víkja fyr­ir þeim.

Pálmi seg­ir höggið við strandið ekki hafa verið mikið, skipið hafi hrein­lega rutt sér upp í hraunið. Þá seg­ir hann skipið vel styrkt og  að það eigi því að þola tals­vert högg. 

Blíðskap­ar­verður var er strandið varð og beið áhöfn skips­ins, sem tel­ur tólf manns, salla­ró­leg eft­ir að björg­un­ar­skip slysa­varn­ar­fé­lags­ins kæmi á vett­vang enda seg­ir Pálmi að lítið annað hafa verið hægt að gera.

Slysa­varn­ar­menn fluttu síðan hluta áhafn­ar­inn­ar í land á slöngu­báti en fimm manns eru enn um borð. Reynt verður að draga skipið á flot á flóði um klukk­an hálf fimm í dag.

Skipið var að koma inn til lönd­un­ar með 30 til 40 tonn af þorski og ýsu en Pálmi seg­ir al­gera ör­deyðu vera á miðunum eins og al­gengt sé á þess­um árs­tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert