Strandaði við Sandgerði

Sóley Sigurjóns á strandstað. Varðskipið Týr er í baksýn.
Sóley Sigurjóns á strandstað. Varðskipið Týr er í baksýn. mbl.is/Reynir

Fjölveiðiskipið Sóley Sigurjóns strandaði í innsiglingunni í Sandgerðishöfn um klukkan hálf sex í morgun.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar er varðskipið Týr kominn á staðinn. Engin hætta er talin vera hætta á ferðum og er veðurspá góð. Ekki verður því reynt að losa skipið fyrr en á flóði sem er um klukkan hálf fimm í dag.

Samkvæmt upplýsingum varðstjórna Landhelgisgæslunnar er innsiglingin mjög þröng þar sem skipið strandaði og nokkuð algengt að skip strandi þar. Þá geta þrengslin gert það að verkum að erfitt er fyrir aðstoðarskip að athafna sig.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert