„Valdið aftur út í héruðin“

Kristinn H. Gunnarssson fyrrverandi alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarssson fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Ómar

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum þingmaður Norðvesturkjördæmis, telur að landsbyggðin eigi að ráða meiru um sín mál en hún gerir í dag. „Við búum í alltof miðstýrðu þjóðfélagi þar sem völd og áhrif liggja öll hjá ríkisstjórninni. Þau liggja öll á höfuðborgarsvæðinu. Það dregur til sín verðmætin. Það dregur til sín lífskjörin. Utan þessa svæðis situr eftir fólk sem á undir högg að sækja. Við verðum að breyta þessu. Það gerist ekki nema við færum valdið aftur út í héruðin. Ég tel að það eigi að skipta landinu í nokkur héruð sem yrðu miklu sjálfstæðari en sveitarfélög eru í dag,“ segir í Kristinn í opnuviðtali í nýjasta tölublaði Bæjarins besta. 

Kristinn segir í blaðinu að eftir góðærið sé nú komið að skuldadögum. „Framundan eru harðir tímar fyrir landsmenn nokkur næstu árin. Meginverkefnið er að ná tökum á erlendum skuldum þjóðarbúsins, hvort sem það eru fyrirtækin eða heimilin. Í grunninn er ráðið bara eitt: Að draga úr útgjöldum og borga niður skuldir. Það er verkefnið framundan. Ef það lánast sæmilega munu landsmenn komast út úr þessari kreppu á nokkrum árum og verða þrátt fyrir allt vel í stakk búnir að bæta lífskjörin að nýju.“

www.bb.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert