Árni staðráðinn í að bjarga Atvinnuleysistryggingasjóði

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mbl.is

Ekki hefur enn verið ákveðið nákvæmlega hvernig aflað verður fjár í Atvinnuleysistryggingasjóð en fyrir liggur að hann verður uppurinn í haust vegna hinnar miklu fjölgunar atvinnulausra. Verður það að öllum líkindum um mánaðamót október/nóvember.

„Útgjöld til atvinnuleysistrygginga eru forgangsatriði og bæturnar verða greiddar,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Hann kveður málið vera í náinni skoðun.

Hann segir að nota verði skatttekjur og beita niðurskurði í rekstri ríkisins til að bregðast við. „Ég sé ekki að við ráðum við að leggja á skatta fyrir öllum fyrirsjáanlegum umframútgjöldum sjóðsins á þessu og næsta ári,“ segir Árni og telur því sennilegt að leitað verði skammtímalána til að fjármagna sjóðinn. Í bili muni féð þó koma úr ríkissjóði.

Bitnar yfirleitt á launþegum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka