Boðað til sáttafundar um fyrningarleið

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mun vænt­an­lega senda hags­munaaðilum í sjáv­ar­út­vegi er­ind­is­bréf á næstu dög­um og óska eft­ir að sest verði niður og kannað hvort hægt er að ná sátt um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Þetta kom fram í svari Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði for­sæt­is­ráðherra um áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fyrn­ing­ar­leiðina í sjáv­ar­út­vegi. Ólík­ar yf­ir­lýs­ing­ar væru um málið af hálfu stjórn­ar­liða. Atli Gísla­son, formaður sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar Alþing­is, hefði sagt á fundi í Vest­manna­eyj­um í gær að full­kom­in óvissa væri um hvort þessi leið yrði far­in en Ró­bert Mars­hall, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafi sagt í viðtali að fyrn­ing­in gæti átt sér stað á 3 árum. Þá hefði komið fram að rík­is­stjórn­in áformaði að hefjast handa við fyrn­ingu afla­heim­ilda 1. sept­em­ber á næsta ári.

Sagði Ein­ar að aldrei yrði sátt um fyrn­ing­ar­leiðina í sjáv­ar­út­veg­in­um. Þetta mál væri þegar farið að valda veru­legu tjóni hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Þannig hafi fyr­ir­tækið 3X Technology á Ísaf­irði nú í fyrsta skipti þurft að ákveða sum­ar­lok­un „sem er bein af­leiðing af hót­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fyrn­ing­ar­leið,“ sagði Ein­ar.

Jó­hanna sagði að staðan væri sú að meiri­hluti væri fyr­ir því á Alþingi að skoða fyrn­ing­ar­leiðina. Það lægi skýrt fyr­ir í stjórn­arsátt­mál­an­um.

„Hitt er annað mál að við höf­um átt nokkra fundi með Lands­sam­bandi ís­lenskra út­vegs­manna, eina þrjá fundi, þar sem við höf­um verið að ræða hvernig á þessu máli er tekið. Það er full­ur vilji fyr­ir því að all­ir hags­munaaðilar komi að borðinu og ég veit ekki bet­ur en að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sé að vinna að þeirri hug­myndi til þess að ræða hvort ein­hver sátt geti náðst um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu og sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni.

Ég tel nauðsyn­legt að við tök­um okk­ur ekki lang­an tíma í það að reyna að kort­leggja stöðuna og greina vand­ann og þá val­kosti sem fyr­ir hendi eru. Það er nú á borði sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að vinna það og ég á von á því að á næstu dög­um komi er­ind­is­bréf frá sjáv­ar­út­vegs­ráðherra  til allra þess­ara hags­munaaðila um að setj­ast nú að borði og at­huga hvort hægt er að ná sátt í þessu máli. En það er al­veg ljóst að með því að setj­ast að borðinu eru stjórn­ar­flokk­arn­ir ekki að ýta til hliðar þeim hug­mynd­um sem þeir hafa um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu,“ sagði Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert