Fannst látinn í fangaklefa

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm.

Karl­maður á fimm­tugs­aldri fannst lát­inn í fanga­klefa í lög­reglu­stöðinni við Hverf­is­götu í morg­un. Að sögn Geirs Jóns Þóris­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, er málið í rann­sókn.

Aðspurður seg­ir Geir Jón að maður­inn hafi hengt sig en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is notaði hann teppi til þess.  Seg­ir Geir Jón að verið sé að rann­saka hvernig manninn­um tókst að fremja sjálfs­víg með þess­um hætti.

„Það er eft­ir­lit á 20 mín­útna fresti, lág­mark. En við höf­um ekki fengið nein­ar grein­ar­gerðir ennþá. Málið er til rann­sókn­ar. Hvernig eft­ir­lit­inu var háttað og sér­stak­lega varðandi þetta. Það var ekk­ert sem kallaði á sér­stakt eft­ir­lit,“ seg­ir Geir Jón. Hann seg­ir að þetta hafi verið gert með þeim hætti að sá sem vaktaði klef­ann gæti ekki séð hvers kyns var.

Maður­inn hafði verið flutt­ur á stöðina um kl. fimm í morg­un. Um kl. 11 var komið að hon­um látn­um. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað maður­inn hafði þá verið lát­inn lengi. 

Maður­inn var hand­tek­inn eft­ir að hafa ógnað lög­reglu­mönn­um með hnífi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur í nótt. Lög­regla varð að beita varnarúða til að yf­ir­buga mann­inn, sem var síðan færður í fanga­geymsl­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka