Fáránleg tilboð í vegagerð

Vegagerð. Myndin er úr safni.
Vegagerð. Myndin er úr safni.

Þingmaður sagði á Alþingi í dag, að dæmi væru um fáránlega lág tilboð í vegagerð að undanförnu  þar sem fyrirtæki væru að bjóða allt niður í 50% af kostnaðaráætlun í verk.

„Sú spurning hlýtur að leita á mann hvort um sé um aðila í raunverulegum rekstri að ræða eða hvort menn ætli sér að ná verkefnum í skyndi, freista þess að ná greiðsluflæði inn í viðkomandi fyrirtæki og gefast kannski upp í miðju verki," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Hann sagði verktaka, einkum í vegagerð, kvarta yfir þessu vegna þess að þeir sæju ekki að áætlanir með svona lágum tilboðum geti gengið upp. „Það segir sig sjálft að framtíðin er ekki björt ef þeir aðilar, sem eru þó að reyna að reka sína starfsemi með eðlilegum hætti eiga nær enga möguleika á að fá verk, til að mynda vegagerð á viðráðanlegum kjörum. Ég velti því fyrir mér hvort það geti verið svo að ríkisbankarnir séu að lána verktökunum, sem eru að bjóða í verk á svona fáránlegum kjörum," sagði Birkir Jón. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert