Fyrsti laxinn er kominn á land úr Norðurá á þessu veiðitímabili. Eins og í fyrra var það Marínó Marínósson, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem veiddi fyrsta laxinn á Eyrinni, 66 sentimetra langa hrygnu.
Marínó náði laxinum á land eftir nokkuð harða viðureign en þegar verið var að taka úr henni krókinn fór fiskurinn út í ána aftur og munaði litlu að veiðistöngin fylgdi með. Það tókst þó að landa laxinum aftur en honum var síðan sleppt eftir að hafa verið mældur og veginn.