Hugmyndir um lausn Icesave-deilu

Retuers

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að komið hefðu fram hug­mynd­ir um lausn á deil­um um Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi og Hollandi. 

Hún sagði menn væru að nálg­ast hver ann­an í deil­unni að uppi væru hug­mynd­ir  um lausn máls­ins, sem væru þess eðlis að rétt væri að skoða hvort komið sé eins ná­lægt viðun­andi samn­ing­um fyr­ir Ísland og kost­ur er. 

Jó­hanna sagði, að hugs­an­lega þurfi ákveðin rík­is­ábyrgð að koma til og hún verði þá bor­in und­ir Alþingi þótt samn­ing­ur­inn sjálf­ur þurfi ekki staðfest­ingu þings­ins.

Jó­hanna var að svara spurn­ingu frá Þór Sa­ari, þing­manni Borg­ara­flokks­ins, sem vildi einnig vita hvað mikl­ar skuld­bind­ing­ar Íslend­ing­ar myndu und­ir­gang­ast vegna þessa. Jó­hanna sagðist ekki hafa þær töl­ur á hreinu, en talað hefði verið um að brúttóskuld­bind­ing­ar Íslands vegna Ices­a­ve væru um 650 millj­arðar króna. Þá mætti held­ur ekki gleyma því, að einnig hefðu mikl­ar skuld­ir fallið á stjórn­völd í Bretlandi og Hollandi og þar væri verið að ræða um 1200 millj­arða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert