Jóhanna vissi ekki um ferð Össurar til Möltu

Össur Skarphéðinsson ræddi m.a. við Tonio Borg, starfsbróður sinn á …
Össur Skarphéðinsson ræddi m.a. við Tonio Borg, starfsbróður sinn á Möltu.

Jó­hönnu Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi að sér hefði ekki verið kunn­ugt fyr­ir­fram um ferð Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra til Möltu. Össur kom aft­ur til Íslands í gær­kvöldi. 

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði Jó­hönnu um málið á Alþingi í dag og vildi vita hvort starfs­menn ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hefðu verið með í för. Jó­hanna sagði, að ekki væri vani að ferðir ráðherra væru born­ar und­ir rík­is­stjórn. Hún sagði, að ekk­ert óeðli­legt væri, að Össur ræði um reynslu Malt­verja af Evr­ópu­sam­bandsaðild þegar þau mál eru jafn mikið til umræðu og raun ber vitni. 

Gunn­ar Bargi sagðist hins veg­ar telja óeðli­legt að for­sæt­is­ráðherra skuli  ekki vita af því ef ut­an­rík­is­ráðherra sé að fara í op­in­ber­ar ferðir til að ræða jafn stórt mál og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert