Jóhanna vissi ekki um ferð Össurar til Möltu

Össur Skarphéðinsson ræddi m.a. við Tonio Borg, starfsbróður sinn á …
Össur Skarphéðinsson ræddi m.a. við Tonio Borg, starfsbróður sinn á Möltu.

Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi að sér hefði ekki verið kunnugt fyrirfram um ferð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra til Möltu. Össur kom aftur til Íslands í gærkvöldi. 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu um málið á Alþingi í dag og vildi vita hvort starfsmenn utanríkisráðuneytisins hefðu verið með í för. Jóhanna sagði, að ekki væri vani að ferðir ráðherra væru bornar undir ríkisstjórn. Hún sagði, að ekkert óeðlilegt væri, að Össur ræði um reynslu Maltverja af Evrópusambandsaðild þegar þau mál eru jafn mikið til umræðu og raun ber vitni. 

Gunnar Bargi sagðist hins vegar telja óeðlilegt að forsætisráðherra skuli  ekki vita af því ef utanríkisráðherra sé að fara í opinberar ferðir til að ræða jafn stórt mál og aðild að Evrópusambandinu er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka