Laun formanns VR 800 þúsund

Kristinn Örn Jóhannesson.
Kristinn Örn Jóhannesson.

Launanefnd VR og Kristinn Örn Jóhannesson, formaður félagsins, hafa gengið formlega frá starfskjörum Kristjáns. Fram kemur á vefsíðu VR, að laun formanns sé 800 þúsund á mánuði með innbyggðu þaki. Þiggi formaður önnur laun í krafti embættisins komi þau til frádráttar þeim launum sem hann þiggur hjá VR.

Í yfirlýsingu á heimasíðunni segir, að heildarkjör nýs formanns séu um 35% lægri en forvera hans og miðast við aðra í sambærilegum störfum.

Þar segir að formaðurinn njóti ekki bílahlunninda, en geti fengið greitt kílómetragjald fyrir akstur í þágu félagsins á eigin bifreið. Að öðru leyti fer með samning formanns eins og almenna samninga VR við SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert