Fjölmenni tók þátt í litaskrúðgöngu úr hverfum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu í Grindavík í kvöld, en gangan er liður í hátíðardagskrá Sjóarans síkáta. Mikið hefur verið um að gera í bænum í dag og í kvöld hófst svo bryggjuball. Af nógu verður að taka um helgina.
Appelsínugula hverfið lagði af stað frá listaverkinu Segl á hringtorginu við Hópsbraut. Bláa hverfið lagði af stað frá Flagghúsinu. Græna hverfið lagði af stað frá túninu á milli Víkurbrautar og Hraunbrautar og rauða hverfið lagði af stað af stað frá Hérastubbi bakara.
Nánari upplýsingar um hátíðina er á finna hér.