Fréttaskýring: Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári

Gangi áætlanir eftir munu Íslendingar árlega flytja út metanól fyrir um 22 til 23 milljarða króna upp úr miðjum næsta áratug. Um líkt leyti gæti innlent metanól hafa rutt sér til rúms sem íblöndunarefni fyrir bensín í hlutföllunum einn á móti tíu.

Þetta má ráða af svörum Andra Ottesen, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Carbon Recycling International, félagsins sem stofnað hefur verið um rekstur fyrirhugaðra metanólverksmiðja á Suðurnesjum.

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stendur til að hefja framkvæmdir við litla tilraunaverksmiðju í Svartsengi í haust sem fullbúin mun framleiða um 4,2 milljónir lítra af metanóli á ári.

Það er hins vegar aðeins byrjunin því í kölfarið er stefnt að því að opna fjórar verksmiðjur á um 18 mánaða fresti frá og með ársbyrjun 2013 sem hver um sig mun hafa allt að 84 milljóna lítra framleiðslugetu.

Endanleg útfærsla hefur ekki verið ákveðin og áætlar Andri að samanlögð framleiðslugeta verði á bilinu 290 til 300 milljónir lítra.

Stærstur hlutinn fluttur út

Því sé ljóst að aðeins verði hægt að selja brot af framleiðslunni á innanlandsmarkaði (sjá ramma til hliðar) og miða áætlanir því við að um 90% framleiðslunnar, um 260 til 270 milljónir lítra, verði seld úr landi, einkum til Bretlands, Svíþjóðar og annarra norrænna landa.

Andri segir að ef gengið sé út frá því að tunnan af hráolíu hækki í 75 Bandaríkjadali og metanóllítrinn seljist á svipuðu verði og etanól á Norðurlöndum og í Bretlandi muni samanlagt útflutningsverðmæti metanólsins verða milli 22 og 23 milljarðar króna á ári, miðað við núverandi gengi Bandaríkjadals.

Ávinningur fyrir umhverfið

Hann stillir upp einföldu dæmi þar sem gengið er út frá því að meðallosun ökutækja á koldíoxíði verði 140 grömm á km 2020, meðaltal sem líklega verður orðið mun lægra, fjöldi bifreiða um 200.000 og eldsneytisnotkunin 5,5 lítrar á hundraðið, miðað við um 8,5 lítra nú.

Út frá þessu telur Sigurður Ingi óhætt að ætla að heildarnotkunin falli úr 255 milljónum lítra af innfluttu eldsneyti í um 148,5 milljónir lítra árið 2020, að viðbættum um 16,5 milljónum lítra af metanóli, sem verði blandað í hlutföllunum 1/10.

Sé gengið út frá því að tonnið af eldsneyti kosti 500 dali og að gengi Bandaríkjadals sé 120 krónur gæti gjaldeyriskostnaður vegna eldsneytiskaupa því lækkað úr 11,8 milljörðum króna í um 6,8 milljarða kr. Með líku lagi myndi koldíoxíðslosun ökutækja minnka úr um 600.000 tonnum á ári niður í um 378.000 tonn, eða um 37 af hundraði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka