Niðurstaða eða ekki, það er efinn

Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan tólf eftir að staðan í Icesave deilunni hafði verið kynnt í öllum þingflokkum. Þá mun utanríkismálanefnd verða kynnt staðan síðar í dag. 

Athyglisvert er að fjármálaráðherra talar um þetta sem stöðu viðræðna eða þreifinga en forsætisráðherra sem niðurstöðu í málinu. Um er að ræða samskonar lausn deilunnar og kynnt var í fjölmiðlum fyrir skemmstu. Heildarskuldbindingar íslenska ríkisins vegna Icesave eru um 680 milljarðar. Ríkið tekur lán fyrir 150 milljarða en kjör þess liggja ekki fyrir. Þá taka Bretar yfir útlánasöfn og aðrar eignir bankanna í Bretlandi en ríkið ábyrgist þó það sem út af ber eftir tilskilinn tíma.

Alþingi fól í vetur framkvæmdavaldinu að leiða málið til lykta. Aðkoma ríkisins í formi ábyrgða þarf þó að koma til kasta Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon  vildi ekki upplýsa um lántökur og greiðslubyrði vegna lánsins miðað við stöðu málsins nú. Hann vísar því á bug að verið sé að hraða málinu til að greiða fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Málið tengdist frekar öðrum lánum, til að mynda norrænu lánunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka