Rannsakar umfangsmikið fíkniefnasmygl

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hef­ur nú til rann­sókn­ar ætlaðan inn­flutn­ing á um­tals­verðu magni af fíkni­efn­um til lands­ins. Að sögn lög­reglu voru efn­in fal­in inni á sal­erni í flug­vél. Talið er að starfs­manni á flug­vall­ar­svæði hafi verið ætlað að sækja efn­in og koma þeim út af svæðinu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni. Ekki kem­ur fram um hvaða efni er að ræða, né held­ur magn.

Tveir menn hafa setið í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins en öðrum þeirra hef­ur nú verið sleppt úr haldi. Rann­sókn máls­ins held­ur áfram, seg­ir enn­frem­ur. 

Sam­tals hef­ur lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um lagt hald á um 15,5 kg af fíkni­efn­um það sem af er ár­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert