Stór orð á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Afar þung orð hafa fallið af hálfu stjórnarandstæðinga í garð ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag vegna Icesave-samninga sem virðast vera í burðarliðnum. Er fullyrt að ráðherrar hafi logið að þinginu og talað er um nánast glæpsamlegt athæfi. Einn þingmaður sagði væntanlega samninga jaðra við landráð.

Þingmenn hafa rætt um fundarstjórn forseta frá því þingfundur hófst á ný eftir hádegishlé klukkan 13:30. Hafa bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa gagnrýnt yfirlýsingar ráðherra í dag um góða niðurstöðu í málinu og segja það vera blekkingar.

Krefjast stjórnarandstæðingar þess, að málið verði tekið til umræðu á Alþingi án tafar og öðrum málum vikið til hliðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka