Viðræðum haldið áfram

Guðmundur Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson og Kristján Gunnarsson í húsi ríkissáttasemjara …
Guðmundur Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson og Kristján Gunnarsson í húsi ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Eggert

Ákveðið var á fundi helstu hreyf­inga launa­manna með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins í morg­un, að halda áfram viðræðum fram­leng­ingu kjara­samn­inga og gerð stöðug­leika­sátt­mála.

Að sögn Alþýðusam­bands Íslands hafa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lagt mikla áherslu á lækk­un stýri­vaxta og segja það for­sendu end­ur­reisn­ar at­vinnu­lífs í land­inu.  Eft­ir litla lækk­un stýri­vaxta Seðlabank­ans í gær hafi jafn­vel bú­ist við því að at­vinnu­rek­end­ur segðu  sig frá samn­inga­borðinu en það gerðist ekki. 

Þess í stað hafi ASÍ og önn­ur sam­tök launa­fólks, ásamt SA, ákveðið að gera til­raun til að þroska áfram aðgerðaráætl­un í sam­starfi við rík­is­stjórn sem gæti leitt til þess að Seðlabank­inn lækkaði vexti enn frek­ar. Fram hafi komið á fund­in­um í morg­un, að glím­an við rík­is­fjár­mál­in væri verk­efni af þeirri stærðargráðu að það ynn­ist ekki án aðkomu aðila­vinnu­markaðar­ins. Sú staða setji mikla ábyrgð á hend­ur þess­um aðilum.

Helg­in mjög mik­il­væg

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir er ánægður með að haldið verði áfram með viðræður en þó sé mikið verk óunnið. Héðan í frá og fram á þriðju­dag verði „mass­íf­ir“ fund­ir og hafi menn ekki dag­inn verður unnið á nótt­unni.

„Mark­miðið er ann­ars veg­ar að setj­ast niður með rík­is­stjórn­inni og fara í gegn­um áform um rík­is­fjár­mál­in fyr­ir þetta og næstu ár. Hins veg­ar vilj­um við á vinnu­markaðnum fá aðgerðaráætl­un, hand­fasta og tíma­setta. Von­andi náum við að klára hana um helg­ina, í sam­starfi við rík­is­stjórn­ina.“ Gylfi von­ast til að fá Seðlabank­ann í sam­starfið og treyst­ir því að hægt verði að búa þær aðstæður fyr­ir lok mánaðar­ins að hægt verði að verja krón­una á mun lægra vaxta­stigi en nú er. „En það þarf að taka þær ákv­arðanir sem þarf til að það sé hægt.“

Gylfi seg­ir helg­ina mjög mik­il­væga í þess­ari áætl­un. Mik­il­vægt sé að aðgerðaráætl­un liggi fyr­ir á þriðju­dag, en einnig að það ná­ist sam­komu­lag við rík­is­stjórn­ina og Seðlabank­ann og hugs­an­lega Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn sem dugi til þess að hægt verði að taka nauðsyn­leg­ar ákv­arðanir. „Og ég vil taka und­ir með for­sæt­is­ráðherra, að það sé mjög mik­il­vægt að að tek­in verði ný ákvörðun um vaxta­stig fyr­ir mánaðar­mót. Við búum við mjög erfiða dag­setn­ingu sem er 30. júní og hún ræður miklu um framtíð efna­hags­mála á Íslandi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert