„Allir þurfa að standa saman“

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er eitt­hvað sem við höf­um ekki þurft að horf­ast í augu við,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, um stöðu rík­is­fjár­mála. Full­trú­ar SA og ASÍ funduðu í dag um stöðu efna­hags­mála í Karp­hús­inu og þá hafa stíf fund­ar­höld verið í fjár­málaráðuneyt­inu.

„Til þess að ná þessu þá þurfa all­ir að standa sam­an. All­ir sem hafa ein­hvern snef­il af ábyrgð í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is og vís­ar til þess að stjórn­völd hygg­ist ná fram 150 millj­arða kr. sparnaði í rík­is­fjár­mál­um á næstu þrem­ur árum.

Aðspurður seg­ir Vil­hjálm­ur að menn séu að reyna sitt besta. „Menn eru að reyna að átta sig á því hvað þetta er mikið verk­efni. Rík­is­stjórn­in hef­ur að sjálf­sögðu frum­kvæði og for­ystu í þessu öllu sam­an. Enda er það hún sem ber ábyrgðina.“

Vil­hjálm­ur seg­ir að heild­ar­mynd­in sé smátt og smátt að skýr­ast. Hvað menn geti gert á þessu ári og þau næstu. Frek­ari fund­ar­höld eru fyr­ir­huguð á morg­un. 

Hann seg­ir viðræðurn­ar skipt­ast í tvennt, þ.e. um­fjöll­un um efna­hags- og at­vinnu­mál­in ann­ars veg­ar og rík­is­fjár­mál­in hins veg­ar. 

Stjórn­völd hyggj­ast greina frá því á þing­inu á föstu­dag hvað eigi að gera á þessu ári. Svo hyggst rík­is­stjórn­in greina frá því 20. júní nk. hvernig staðan líti út fyr­ir næstu tvö ár á eft­ir. Þá muni liggja fyr­ir hvað skatt­ar verði hækkaðir mikið og hvar verði skorið niður í rík­is­út­gjöld­um. 

„Þetta eru svo svaka­leg­ar töl­ur að það er ekki hægt að gera það nema að það komi allsstaðar niður,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að mynd­in sé að skýr­ast dag frá degi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert