Fólk í villu á Esju

Þrennt villtist í þoku í Esjunni í kvöld.
Þrennt villtist í þoku í Esjunni í kvöld.

Um 80 björg­un­ar­sveit­ar­menn leituðu í kvöld að konu sem saknað var í Esj­unni. Kon­an, sem villt­ist í þoku á toppi fjalls­ins, rakst svo á tvo Kan­ada­menn sem einnig voru villt­ir.

Síma­sam­band var við hóp­inn og var afráðið að hann héldi kyrru fyr­ir þar til björg­un­ar­sveita­menn fyndu hann.

Íslend­ing­ur þaul­kunn­ug­ur fjall­inu gekk fram á hóp­inn skömmu síðar og fylgdi hann fólk­inu niður til móts við björg­un­ar­sveita­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert