Blekkingar, heimska og hótanir

Hvort er verra , ríkisstjórn sem blekkir viljandi eða ríkisstjórn sem skilur ekki grundvallaratriði í efnahagsmálum, spurði formaður Framsóknarflokksins á Alþingi eftir skýrslu fjármálaráðherra um Icesave viðræðurnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spöruðu ekki stóru orðin um Icesave samning, ríkisstjórnarinnar  í umræðum um skýrslu fjármálaráðherra um samningana.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins taldi að þvinganir Breta hefðu haft áhrif á niðurstöðu málsins og þeir hafi hótað að misbeita Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hann sagði að fjármálaráðherrann þyrfti að upplýsa afhverju það væri boðlegt að láta þvinga sig núna þegar hann hefði áður  sagt að það væri fráleitt. Hann sagði rök stjórnarinnar fyrir samkomulaginu væru fyrir neðan allar hellur og ekki boðleg. Að halda því fram að gengi krónunnar myndi hækka við að þjóðin tæki á sig gríðarlegar skuldbindingar væri óboðlegt.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist ætlast til þess að málið yrði rætt á þeim forsendum að þjóðin hefði ekki átt annarra kosta völ. Þá þyrfti að koma fram hverju Evrópusambandið væri að hóta, hvað Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefði sagt, hverju Bretarnir væru að hóta.

 Þór Saari Borgarahreyfingunni  vill að Icesavemálið verði lýst svikamylla og gefin út handtökuskipun á forsprakkana. Hann segir sáttmálann um samfélagið í uppnámi og viðbúið sé að glæpir aukist. Hann segir að í sínum huga sé samningurinn skýrt merki um að þessi ríkisstjórn starfi af óheilindum og sé óheiðarleg. Hér sé komin stjórn sem hafi valdið ómældum skaða sem muni segja til sín næstu áratugi þegar samfélagið muni molna í sundur, þar sem allt fé samfélagsins fari í að greiða vexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka