Blekkingar, heimska og hótanir

00:00
00:00

Hvort er verra , rík­is­stjórn sem blekk­ir vilj­andi eða rík­is­stjórn sem skil­ur ekki grund­vall­ar­atriði í efna­hags­mál­um, spurði formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Alþingi eft­ir skýrslu fjár­málaráðherra um Ices­a­ve viðræðurn­ar. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar spöruðu ekki stóru orðin um Ices­a­ve samn­ing, rík­is­stjórn­ar­inn­ar  í umræðum um skýrslu fjár­málaráðherra um samn­ing­ana.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins taldi að þving­an­ir Breta hefðu haft áhrif á niður­stöðu máls­ins og þeir hafi hótað að mis­beita Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum. Hann sagði að fjár­málaráðherr­ann þyrfti að upp­lýsa af­hverju það væri boðlegt að láta þvinga sig núna þegar hann hefði áður  sagt að það væri frá­leitt. Hann sagði rök stjórn­ar­inn­ar fyr­ir sam­komu­lag­inu væru fyr­ir neðan all­ar hell­ur og ekki boðleg. Að halda því fram að gengi krón­unn­ar myndi hækka við að þjóðin tæki á sig gríðarleg­ar skuld­bind­ing­ar væri óboðlegt.

Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagðist ætl­ast til þess að málið yrði rætt á þeim for­send­um að þjóðin hefði ekki átt annarra kosta völ. Þá þyrfti að koma fram hverju Evr­ópu­sam­bandið væri að hóta, hvað Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn hefði sagt, hverju Bret­arn­ir væru að hóta.

 Þór Sa­ari Borg­ara­hreyf­ing­unni  vill að Ices­a­ve­málið verði lýst svika­mylla og gef­in út hand­töku­skip­un á forsprakk­ana. Hann seg­ir sátt­mál­ann um sam­fé­lagið í upp­námi og viðbúið sé að glæp­ir auk­ist. Hann seg­ir að í sín­um huga sé samn­ing­ur­inn skýrt merki um að þessi rík­is­stjórn starfi af óheil­ind­um og sé óheiðarleg. Hér sé kom­in stjórn sem hafi valdið ómæld­um skaða sem muni segja til sín næstu ára­tugi þegar sam­fé­lagið muni molna í sund­ur, þar sem allt fé sam­fé­lags­ins fari í að greiða vexti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka