Fimm handteknir

Mótmælendur við Austurvöll.
Mótmælendur við Austurvöll. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fimm mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. Að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra voru mótmælendurnir að berja í glugga og veggi þinghússins. Ekki hefur komið til neinna ryskinga.

„Þegar þessi fámenni hópur hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu þá voru þeir einfaldlega handteknir,“ segir Stefán í samtali við mbl.is. Þeir eru nú í haldi.

Hann segir lögregluna á vettvangi og fylgjast með gangi mála. „Við erum tilbúnir ef þörf krefur. Það fer að sjálfsögðu allt eftir því hvernig þetta fer fram. Við reynum að sýna lipurð en festu. Það er okkar nálgun í þessu.“

Stefán segir allt hafa farið friðsamlega fram. Fimmmenningarnir hafi verið handteknir þar sem þeir hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu. Það hafi hins vegar gerst án átaka.

Heldur hefur fækkað í hópi mótmælenda á Austurvelli, en að sögn blaðamanns á vettvangi berja um 300 manns í nú í búsáhöld og heyrist vel í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka