Flugeldum skotið á loft um miðja nótt

mbl.is/ÞÖK

Fjöldi íbúa í Vesturbænum hrukku upp með andfælum klukkan rúmlega fimm nótt og heimilisdýrum virtist brugðið þegar tveir menn hófu að skjóta upp flugeldum um miðja nótt við Melaskóla.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni barst henni tilkynning þessa efnis um fimm leytið í nótt. Sá til tilkynnti um atvikið sagðist hafa séð tvo menn bisast við að skjóta upp flugelda í nokkrar mínútur áður en þeir hurfu inn í næstu íbúðargötu. 

Lögreglan telur líklegast að flugeldaskotin hafi verið leifar af djammi næturinnar í tilefni sjómannadagsins sem var í gær. Segir hún sjaldgæft að það náist í skottið á þeim sem skjóta upp flugeldum í leyfisleysi þar sem slíkt taki svo skamman tíma. Ítrekar hún að almenningi er stranglega bannað að skjóta upp flugeldum nema rétt yfir blááramótin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert