Gróflega misboðið

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að sér væri, sem full­trúa í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, gróf­lega mis­boðið þegar  fjár­málaráðherra stígi í ræðustól og sveifli þar skjali,  sem sem nefnd­inni hefði verið neitað um aðgang að í all­an vet­ur.

Var Bjarni þar að vísa til þess, að Stein­grím­ur sagði að til væri und­ir­ritað minn­is­blað eft­ir viðræður ís­lenskra og hol­lenskra emb­ætt­is­manna í októ­ber sl. um þá niður­stöðu, sem þá fékkst.

Bjarni sagði, að það væri ekki boðleg skýr­ing af hálfu Stein­gríms, að það sam­komu­lag hafi bundið hend­ur ís­lenskra stjórn­valda. Hin svo­nefndu sam­eig­in­legu viðmið væru til vitn­is um að bresk og hol­lensk stjórn­völd höfðu horfið frá þessu minn­is­blaði.

„Um hvað voru Hol­lend­ing­ar að ræða um við okk­ur í all­an vet­ur ef búið var að gera samn­ing­inn? spurði Bjarni.

Hann gagn­rýndi það sam­komu­lag, sem nú hef­ur verið gert um Ices­a­ve. Sagði hann m.a. að öll óviss­an um þróun efna­hags­mála og upp­hæða væri Íslend­inga meg­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert