Mótmælendum hefur fjölgað á Austurvelli. Talið er að a.m.k. 700 manns hafi safnast þar saman. Þeir berja í búsháhöld og þá hafa margir kastað smápeningum í þinghúsið. Að sögn blaðamanns á vettvangi segja mótmælendur að upphæðin dugi skammt upp í Icesave-skuldirnar.
Lögreglan fylgist með og hefur stöðvað fámennan hóp fólks sem barði í veggi og glugga þinghússins. Það gekk án vandræða.
Búið er að koma björgunarbát fyrir framan aðaldyrnar sem á stendur „Iceslave“, en verið er að mótmæla Icesave-samningunum.