Kom í veg fyrir samkomulag við Breta

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagðist á Alþingi í dag hafa komið í veg fyrir, að gert var sl. haust samskonar samkomulag við Breta um útlínur Icesave-ábyrgðar Íslendinga og gert var við Hollendinga.

Sagðist Össur geta staðfest, að samningsblaðið, sem undirritað var við Hollendinga í október af hálfu Sjálfstæðisflokksins, hafi elt Íslendinga eins og afturganga í gegnum samningaviðræðurnar  við Breta og Hollendinga og lauk í lok síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert