Margir skrá sig gegn Icesave

Yfir 11.300 manns hafa nú skráð sig í hóp á Face­book sam­skipta­vefn­um gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um, sem kynnt­ir voru um  helg­ina. Hóp­ur­inn var stofnaður á föstu­dag.

Á síðunni seg­ir m.a. að rík­is­stjórn Íslands hafi nú svo gott sem lagt bless­un sína yfir það, að fall­ist verði á kröf­ur breskra og hol­lenskra stjórn­valda í mál­inu. „Það er ekki gert í okk­ar nafni. Við neit­um að borga skuld­ir sem við ber­um ekki ábyrgð á. Við krefj­umst þess að málið verði leitt til lykta fyr­ir þar til bær­um hlut­laus­um dóm­stóli," seg­ir m.a.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, mun flytja skýrslu um Ices­a­ve-samn­ing­ana á Alþingi síðdeg­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka