Mótmæli boðuð á Austurvelli

Mótmæli á Austurvelli voru algeng í vetur.
Mótmæli á Austurvelli voru algeng í vetur.

Hópur, sem stendur fyrir síðu gegn Icesave-samningunum á samskiptavefnum Facebook, hefur boðað til mótmælastöðu á Austurvelli kl. 14:50 í dag en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun flytja Alþingi skýrslu um samningana síðdegis.

Fram kemur í tilkynningu að mótmælin haldi áfram fram á kvöld og gert sé ráð fyrir að um daglegan viðburð verði að ræða næstu daga þar til samningurinn hafi verið felldur.

Lýðvarpið FM100.5 ætlar að senda út frá Austurvelli í dag og fylgjast þar með mótmælum frá klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert