Pólitísk staða ekki nýtt

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir að stutt loka­hrina samn­ingaviðræðnanna um Ices­a­ve-reikn­ing­ana bendi ein­dregið til þess, að af Íslands hálfu hafi póli­tísk staða ekki verið nýtt til hlít­ar, þegar Bret­um þótti brýnt að ljúka mál­inu og ná sínu fram.

Björn seg­ir á heimasíðu sinni, að mynd­in sem hafi verið dreg­in hér á landi af samn­ings­stöðu Íslend­inga í þessu máli, hafi verið ákaf­lega svört frá fyrsta degi. Það stafi af upp­námi inn­lán­seig­enda í ís­lensku bönk­un­um er­lend­is í októ­ber, þegar ís­lenska ríkið eignaðist þá.

„Stjórn­völd í Hollandi og Bretlandi beindu reiði þessa fólks mark­visst að Íslandi til að losa sig und­an ábyrgð. Brus­sel-valdið vildi ekki viður­kenna, að reglu­verk þess hefði brugðist og þrengt var að Íslend­ing­um úr öll­um átt­um. Breska rík­is­stjórn­in greip síðan til hryðju­verka­laga gagn­vart Íslands til að þrengja enn frek­ar að ís­lensk­um bönk­um og stjórn­völd­um.

Mynd­in nú er ekki hin sama og í októ­ber. Frá­leitt er, að ís­lenska banka- og hag­kerfið eitt glími við mik­inn vanda vegna hruns­ins. Hann er ekki síður mik­ill víða ann­ars staðar og þar á meðal í Bretlandi. Helsta hald­reipi Gor­dons Browns í hremm­ing­um hans heima fyr­ir er, að hann hafi sýnt frá­bæra snilld­ar­takta við stjórn efna­hags­mála og við að bjarga heim­in­um öll­um frá alls­herj­ar­hruni. Það félli illa að þeirri mynd á úr­slita­stundu í póli­tísku lífi Browns, ef deil­an við Ísland leyst­ist ekki á þeim nót­um, sem hent­ar Brown," seg­ir Björn.

Hann seg­ir að hinn mikli hraði Breta við að reka smiðshöggið á samn­ing­inn við Ísland sé ef til vill ekki nein til­vilj­un, þegar litið sé á veika stöðu Browns heima fyr­ir. Það hefði hins veg­ar átt að styrkja samn­ings­stöðu Íslend­inga.  „Ekk­ert bend­ir til þess, að látið hafi verið reyna á þenn­an póli­tíska þátt á loka­stig­um máls­ins, þvert á móti hafi verið hlaupið til að ljúka mál­inu á þeim tíma, sem rík­is­stjórn Browns hentaði," seg­ir Björn Bjarna­son.

Heimasíða Björns

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert