Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði í umræðu á Alþingi um Icesave-samninganna, að íslenska ríkisstjórnin hefði samið af sér með þeim hætti að skömm væri að.
Sagði Þór að þessi skuld myndi væntanlega leggjast með fullum þunga á Íslendinga vegna þess að svokallaðar eignir Landsbankans í Bretlandi væru sennilega ekki til.