Samningurinn forsenda annarra lánasamninga

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra. mbl.is/Frikki

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að niðurstaða í deilunni um Icesave-reikingana væri forsenda þess að hægt væri að lækka stýrivexti. Þá væri samkomulagið forsenda fyrirgreiðslu og samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lánafyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum. 

Árni Páll sagði að lögfræðilegur ágreiningur væri þó í málinu og vissulega væru til þeir lögfræðingar á Íslandi, sem hefðu talað fyrir annarri niðurstöðu en þeirri, að semja um Icesave-skuldbindingarnar. 

„Hitt er ljóst að við prufuðum þau lögfræðilegu rök á viðsemjendum okkar undanfarna mánuði og það er ljóst að þau rök eru afskaplega þjóðernisbundin við Ísland og eiga ekki hljómgrunn meðal viðsemjenda okkar," sagði Árni Páll.  Hann sagði að niðurstaðan nú hlyti að vera betri en Íslendingar hefðu látið reyna á málið fyrir alþjóðlegum dómstólum og hugsanlega tapað því máli.

Þar fyrir utan hefði aldrei verið ljóst  hvaða dómstóla ætti að leita til því viðsemjendur Íslendinga hefðu ekki verið tilbúnir að leggja málið fyrir dómstóla. Vísaði Árni Páll til þess, að árið 1961 hefðu Íslendingar í landhelgisdeilu m.a. nýtt sér þann rétt, að neita að fara með málið til dómstóla, eins og þeir hefðu haft fullan lagalegan rétt til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert