Siglingaleiðin á Jökulsárlóni er ennþá opin

Jökulsárlón.
Jökulsárlón. mbl.is/Ómar

Jök­uls­ár­lón er nán­ast fullt af ís, en Ein­ar Björn Ein­ars­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri sam­nefnds fyr­ir­tæk­is, sem býður upp á sigl­ing­ar á lón­inu, seg­ir að ís­inn hafi ekki enn haft áhrif á viðskipt­in.

Ein­ar Björn er með fjóra báta á lón­inu og framund­an er helsti anna­tími árs­ins. Hann seg­ir að meðan aust­læg­ar átt­ir ríki sé allt í lagi að sigla á lón­inu þrátt fyr­ir ís­inn. Reynd­ar hafi vestan­átt­in ekki held­ur hreyft ís­inn og því hafi sigl­inga­leiðin hald­ist opin. „Við höf­um sloppið til þessa,“ seg­ir hann en bæt­ir við að ekki þurfi mikið að breyt­ast til þess að sigl­ing­arn­ar legg­ist af. Hins veg­ar sé ekk­ert hættu­ástand á svæðinu. „Við för­um ekki inn í ís­inn held­ur sigl­um meðfram hon­um,“ held­ur hann áfram. Ein­ar Björn seg­ir að fari allt á versta veg geti það gerst yfir nótt, „en við von­um það besta“, seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka