Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson eru fyrstu flutningsmenn tillögunnar …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson eru fyrstu flutningsmenn tillögunnar á þingi. mbl.is/Árni Sæberg

All­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um um­fangs­mikl­ar efna­hags­ráðstaf­an­ir, sem eiga flest­ar sam­kvæmt til­lög­unni að vera komn­ar til fram­kvæmda um miðjan júlí. Til­lög­urn­ar snúa að stöðu heim­ila, fyr­ir­tækja, rík­is­fjár­mál­um, at­vinnu­mál­um, pen­inga­mál­um og fjár­mála­kerf­inu.

Meðal þess sem lagt er til er að rýmkuð verði veru­lega skil­yrði þess að heim­ili geti lækkað greiðslu­byrði hús­næðislána. Gert er ráð fyr­ir að myndaður verði sér­fræðinga­hóp­ur sem fjalli um leiðir til þess að lækka höfuðstól fast­eigna­veðlána í þeim sér­stöku til­vik­um þegar al­menn greiðslu­erfiðleika­úr­ræði duga ekki. Þá verði stimp­il­gjöld af­num­in til að auðvelda fólki að njóta bestu kjara við end­ur­fjármögn­un lána.

Meðal til­lagna í rík­is­fjár­mál­um eru, að sett verði fram raun­hæf áætl­un í rík­is­fjár­mál­um sem miðast við að á þrem­ur árum verði hall­inn án vaxta­gjalda horf­inn og rík­is­fjár­mál verði sjálf­bær. Leggja þurfi áherslu á að stækka skatt­grunna í stað þess að auka álög­ur.

Þá verði skoðað í sam­vinnu við aðila vinnu­markaðar­ins að gera kerf­is­breyt­ingu á skatt­lagn­ingu líf­eyr­is­sjóðsgreiðslna til að afla rík­is­sjóði frek­ari tekna. Þannig verði inn­greiðslur í líf­eyr­is­sjóð skattlagðar í stað út­greiðslna eins og nú er. Þessi aðgerð gæti aflað rík­is­sjóði allt að 40 millj­arða króna viðbót­ar­tekna án þess að skerða ráðstöf­un­ar­tekj­ur launþega og eft­ir­launaþega.

Varðandi pen­inga­mál er lagt til, að gerð verði at­hug­un á framtíðarfyr­ir­komu­lagi gjald­eyr­is­mála og upp­töku annarr­ar mynt­ar, þar með talið könn­un á kost­um og göll­um aðild­ar að Mynt­banda­lagi Evr­ópu, verði gerð af ut­anaðkom­andi sér­fræðing­um.

Þá verði regl­um um gjald­eyr­is­höft breytt þannig að nýj­ar er­lend­ar fjár­fest­ing­ar falli ekki und­ir höft­in. Einnig verði þróuð  úrræði til að minnka um­fang verðtrygg­ing­ar og auka fram­boð óverðtryggðra lána. 

„Aðgerðal­eysi stjórn­valda und­an­farna mánuði hef­ur leitt af sér mik­inn kostnað og skaða fyr­ir ís­lenskt þjóðfé­lag. Til að mynda hef­ur nú þegar skap­ast 20 millj­arða kr. viðbót­ar­halli á rekstri rík­is­sjóðs á þessu ári til viðbót­ar við þann gríðarlega halla sem fyr­ir er. Seina­gang­ur við að kynna áætl­un í rík­is­fjár­mál­um og end­ur­reisa banka­kerfið og til­heyr­andi seink­un vaxta­lækk­un­ar hef­ur valdið mikl­um skaða í at­vinnu­líf­inu og fyr­ir fjár­fest­ing­ar," seg­ir í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert