Stjórnin ætlar að spara 170 milljarða á þremur árum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin stefni að því að spara 20 milljarða króna það sem eftir lifir árs og síðan 150 milljarða 2010 til 2013.

Mikil fundahöld voru í fjármálaráðuneytinu í gær auk þess sem fjármálaráðherra átti fundi með fulltrúum vinnumarkaðarins og öðrum vinnuhópum. Farið var yfir stöðu mála og grein gerð fyrir tímaáætlunum. Steingrímur segir að góður andi og samstarfsvilji hafi ríkt í viðræðunum. Um viðamikið verkefni sé að ræða og miklu máli skipti að ná tökum á ríkisfjármálunum, en ekki sé hlaupið að því að ná 20 milljarða sparnaði á hálfu ári.

Fjármálaráðherra segir að óskað hafi verið eftir fundi með stjórnarandstöðunni árla dags í dag og síðar með fulltrúum sveitarfélaga. Í vikulok verði tilkynnt hvernig ná eigi 20 milljarða sparnaði á þessu ári og síðar í mánuðinum verði lögð fram skýrsla um sparnað upp á 170 milljónir árin 2010 til 2013.

„Til að ná þessu þurfa allir að standa saman. Allir sem hafa einhvern snefil af ábyrgð í samfélaginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og bætir við að heildarmyndin sé smám saman að skýrast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka