Tillögur tilbúnar um atvinnumál

Úr húsi ríkssáttasemjara.
Úr húsi ríkssáttasemjara. mbl.is/Eggert

„Þetta silast áfram,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, en fundum sem staðið hafa yfir í allan dag í Karphúsinu er lokið. Beiðið er eftir frekari upplýsingum frá ríkisstjórninni um ríkisfjármálin. Hins vegar er umfjöllun vinnuhóps um efnahags- og atvinnumál lokið og verða tillögur hans kynntar fljótlega.

„Það verið að vinna í því að fá upplýsingar og þoka málum áfram varðandi ríkisfjármálin. Við höfum kallað eftir því að fá innsýn í það sem gera á á þessu ári en þó sérstaklega á næstu þremur til fjórum árum,“ segir Gylfi. Unnið hefur verið að frekari upplýsingaöflun á vettvangi ráðuneyta og fjárlaganefndar í allan dag og munu viðsemjendur í Karphúsinu funda með fjárlaganefnd á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka