Vélar Hvals 9 prófaðar

Hvalbáturinn siglir út úr Reykjavíkurhöfn.
Hvalbáturinn siglir út úr Reykjavíkurhöfn. mynd/Ægir

Hvalur 9 sigldi frá Reykjavíkurhöfn í dag, en um tilraunasiglingu var að ræða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að enn sé ekki komin dagsetning á veiðar. Verið var að prófa búnað og vélar Hvals 9, sem lagðist við bryggju í Hvalfirði í kvöld.  

Skip Hvals hf. hafa verið í mikilli yfirhalningu að undanförnu og sér á þeim stóran mun frá því í vetur.

Viðgerðir hafa tekið nokkuð lengri tíma en áætlað var og enn er nokkuð í land með þær að sögn Kristjáns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert