Hópur, sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær gegn Icesave-samningunum hefur boðað til mótmælafundar þar að nýju í dag klukkan 15. Til stendur að halda slíka fundi á vellinum út vikuna.
Talið er að innan við þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar flest var í gær og var barið á potta og pönnur. Margir köstuðu smápeningum að Alþingishúsinu og einnig voru kveiktir eldar, sem lögreglan slökkti. Fimm voru handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirskipunum lögreglu.