Ekkert svigrúm til hækkana

Menntamálaráðherra ætlar að taka málefni LÍN upp við ríkisstjórnina.
Menntamálaráðherra ætlar að taka málefni LÍN upp við ríkisstjórnina. Árni Sæberg

„Ég lít á þetta sem mjög al­var­lega stöðu," seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir um mál­efni Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna, en út­lit er fyr­ir að grunn­fram­færsla sjóðsins verði ekk­ert hækkuð í út­hlut­un­ar­regl­um fyr­ir næsta ár. Fram­færsl­an er núna rúm­ar 100 þúsund krón­ur á mánuði.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Katrín ekki búin að sjá end­an­leg­ar út­hlut­un­ar­regl­ur frá stjórn sjóðsins. „Út frá þeim niður­skurðarramma sem við erum að vinna inn­an erum við búin að ein­setja okk­ur að skera ekki niður lána­sjóðinn. Hins veg­ar er ljóst að það er ekk­ert svig­rúm til hækk­ana."

Hún seg­ir hins veg­ar spurn­ingu hvort ekki megi skoða málið í sam­hengi við al­menn­ar til­færsl­ur í kerf­inu. „Ég er alla vega þeirr­ar skoðunar að á svona tím­um sé eðli­legt að skoða hlut­fallið, þ.e. til­færsl­una milli at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð og LÍN og beina frek­ar fjár­mun­um í Lána­sjóðinn. Það er mín skoðun." Þannig hafi t.a.m. aukafram­lag til sjóðsins vegna sum­ar­náms náms­manna verið rök­stutt.

Bent hef­ur verið á að þar sem at­vinnu­leys­is­bæt­ur séu tæp­ar 150 þúsund krón­ur og fé­lags­bæt­ur sveit­ar­fé­laga á bil­inu 105 – 120 þúsund geti þetta orðið til þess að náms­menn velji frek­ar að fara á bæt­ur en að halda áfram námi og taka lán, sem þeir síðar þurfi að borga til baka. „Já, það er ná­kvæm­lega það sem ég hef verið að segja sjálf þannig að ég ætla að kynna þessa stöðu í rík­is­stjórn á föstu­dag­inn," seg­ir Katrín um þetta.

Bú­ist er hins veg­ar við því að nýj­ar regl­ur sjóðsins verði samþykkt­ar á fimmtu­dag. „Ef for­send­ur breyt­ast geri ég ráð fyr­ir að þótt að út­hlut­un­ar­regl­ur séu samþykkt­ar á vor­in sé hægt að koma eitt­hvað til móts við sjóðinn. Ég ímynda mér að praktísk atriði hamli því ekki."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka