Tæplega 35 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í maímánuði, sem er 1.400 færri gestir en í sama mánuði í fyrra. Fækkunin nemur 4% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkar hins vegar verulega, voru 41.600 árið 2008 en 22.400 í ár, sem er fækkun um 46%.
Ferðamálastofa segir, að ferðamönnum frá Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, og Frakklandi hafi fjölgað í maí milli ára. Danir standi í stað, Þjóðverjum og Hollendum fækki lítilsháttar en Pólverjum, Bretum og Kínverjum verulega. Gestum frá öðrum löndum og fjarmörkuðum fækkaði um fjórðung.
Frá áramótum hafa 124.400 erlendir gestir farið frá landinu eða þremur prósentum færri en árinu áður. Tæplega helmingsfækkun er hins vegar í brottförum Íslendinga, voru 178.600 árið 2009 en 98.200 í ár.
Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls.