Fjölgar á Austurvelli

Klukkan fjögur var kominn dágóður hópur af mótmælendum á Austurvöll.
Klukkan fjögur var kominn dágóður hópur af mótmælendum á Austurvöll. mbl.is/Kristinn

Boðað var til mót­mæla gegn Ices­a­ve-samn­ingn­um á Aust­ur­velli í dag klukk­an þrjú. Í fyrstu voru fleiri út­send­ar­ar fjöl­miðla en mót­mæl­end­ur en um klukk­an fjög­ur voru komn­ir tæp­lega hundrað mót­mæl­end­ur.

Útsend­ari mbl.is sagði að mót­mæl­end­urn­ir virt­ust vera eldri en þeir sem mættu í gær. Nokkr­ir voru grímu­klædd­ir og ein­hverj­ir hófu að berja Alþing­is­húsið að utan en lög­regl­an mun hafa stöðvað það án þess að til vand­ræða eða rysk­inga kæmi.

 Klukk­an rúm­lega fjög­ur fór síðan aft­ur að fækka í hópn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert