Í gæsluvarðhald vegna fíkniefnamáls

Tveir karl­menn hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 19. júní næst­kom­andi, grunaðir um aðild að skipu­lagn­ingu á inn­flutn­ingi á fíkni­efn­um til lands­ins auk pen­ingaþvætt­is. Karl­menn­irn­ir eru á fimm­tugs- og sex­tugs­aldri.

Þegar er í haldi lög­reglu vegna máls­ins einn karl­maður á þrítugs­aldri. Sá var hand­tek­inn 22. maí sl.  og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 2. júní. Varðhaldið var síðan fram­lengt til 12. júní.

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru fimm menn hand­tekn­ir í gær og gerðar 11 hús­leit­ir. Rann­sókn­in er liður í rann­sókn fleiri landa og unn­in í sam­vinnu við tengslaskrif­stofu Íslands hjá Europol.

Hér á landi hafa lög­reglu­embætt­in á Suður­nesj­um og Tol­lyf­ir­völd komið að mál­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka