„Mér er bara brugðið“

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi ásamt …
Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi ásamt Gunnari Birgissyni bæjarstjóra. mbl.is/ÞÖK

„Mér er bara brugðið,“ segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, spurður um greinargerð endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ. „Það er mjög alvarlegt hvernig þetta hefur verið unnið varðandi þetta fyrirtæki.“

„Þetta eru ekki vinnubrögð sem við framsóknarmenn kærum okkur um að séu stunduð í Kópavogsbæ,“ segir Ómar.

Deloitte bendir á að almennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkannanir eða leitað tilboða í verkefni sem fyrirtækið hafi unnið fyrir bæinn. Viðskiptin séu því hugsanlega brot á lögum um opinber innkaup.

„Hvernig er með bókhaldið gagnvart öðrum fyrirtækjum? Er víða pottur brotinn eða er þetta bara um þetta eina fyrirtæki,“ spyr Ómar þegar hann er spurður út í það hvað þetta þýði fyrir bæjarstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Ómar segir að boðað verði til fulltrúaráðsfundar eins fljótt og hægt er  og þar verði staðan rædd. Þá hefur hann ekki náð að ræða málið við Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóra Kópavogs vegna málsins.

„Ég er engan veginn sáttur við umfangið á þessum viðskiptum sem eru þarna í gangi,“ segir Ómar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert