Rjúpnastofninn stækkar

mbl.is/Ingólfur

Rjúpna­taln­ing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands í  vor benda til þess að upp­sveiflu­skeið, sem hófst á aust­an­verðu land­inu á síðasta ári, nái nú til alls lands­ins.

Nátt­úru­fræðistofn­un seg­ir, að eft­ir tveggja ára stofn­vöxt séu rjúp­ur að verða al­geng sjón í var­plönd­um um Norður- og Aust­ur­land. Meðalaukn­ing milli ár­anna 2008 og 2009 var um 25%.

Stofn­un­in seg­ir, að venju­lega hafi fyrri upp­sveiflu­skeið varað í fjög­ur til fimm ár. Miðað við þær for­send­ur megi bú­ast við að stofn­inn nái há­marki á ár­un­um 2011 og 2012. Mat á veiðiþoli rjúpna­stofns­ins mun liggja fyr­ir í ág­úst í kjöl­far mæl­inga á varpár­angri rjúpna, af­föll­um og veiði á síðasta ári.

Vef­ur Nátt­úru­fræðistofn­unar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert