Sé ekki hvað ég hef gert rangt

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. mbl.is/Golli

Gunn­ar Birg­is­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, sagði í síðdeg­isþætti Rás­ar 2, að hann sæi ekki hvað hann hefði gert rangt í sam­skipt­um Kópa­vogs­bæj­ar við Frjálsa miðlun, fyr­ir­tæki dótt­ur Gunn­ars. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér vegna máls­ins.

Gunn­ar sagði, að í skýrslu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte, sem skilaði í dag skýrslu um viðskipti Frjálsr­ar versl­un­ar við Kópa­vogs­bæ, hefði aðallega gert at­huga­semd­ir við bók­hald. Eng­ar at­huga­semd­ir hefðu verið gerðar við hags­muna­tengsl.

Deloitte seg­ir m.a. í skýrsl­unni, að al­mennt virðist ekki hafa verið gerðar verðkann­an­ir eða leitað til­boða í verk­efni sem fyr­ir­tækið hafi unnið fyr­ir bæ­inn. Viðskipt­in séu því hugs­an­lega brot á lög­um um op­in­ber inn­kaup.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert