Skuggaríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag að nú væri sannað að starfandi væri skuggaríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrisssjóðsins.

Spurði Vigdís hvernig Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, ætlaði að fara út á Austurvöll og horfast þar í augu við kjósendur VG, sem stæðu þar með búsáhöld og sleifar.

„Vinstri grænir eru hér á fullri ferð með Íslendinga inn í Evrópuhraðlestina með Samfylkingunni," sagði Vigdís. „65 ára lýðveldisgjöf Íslendinga þetta árið eru Icesave-skuldbindingarnar til 15 ára sem Íslendingar geta engan vegið staðið við," sagði Vigdís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka