Fyrstu samningafundir milli fjármálaráðuneytis fyrir hönd nýju bankanna og skilanefnda gömlu bankanna fóru fram í síðustu viku hjá öllum nýju bönkunum.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru á þessum samningafundum lagðar fram fjárhagslegar upplýsingar nýju bankanna, þar með talið tillögum um jöfnunargreiðslur milli nýju og gömlu bankanna vegna yfirtekinna eigna og skulda, fjármögnun frá ríkinu og skoðun á verðmati eigna bankanna framkvæmdu af Deloitte.
Núna stendur yfir áreiðanleikamat hjá skilanefndum og ráðgjöfum þeirra þar sem bæði ráðgjafar og kröfuhafar hafa aðgang að verðmati eigna og viðskiptaáætlunum bankanna.
Fjármálaráðuneytið segist telja mikilvægt að gætt verði fyllstu sanngirni í samningaviðræðum við skilanefndir. Markmiðið sé að ná samkomulagi um jöfnunargreiðslur milli nýju og gömlu bankanna og endurfjármagna nýju bankana á tiltölulega stuttum tíma.