Stórfellt smyglmál rannsakað

Þrír handteknir í gær fyrir að leggja á ráðin með …
Þrír handteknir í gær fyrir að leggja á ráðin með að smygla miklu magni af fíkniefnum. mbl.is/Július

Þrír karlmenn voru handteknir í gær í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál. Samkvæmt fréttastofu RÚV lagði hollenska lögreglan hald á mikið magn fíkniefna sem ætlunin var að smygla til Íslands.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra fregna af málinu. Samkvæmt heimildum mbl.is eru mennirnir góðkunningjar lögreglunnar og hafa áður hlotið dóma fyrir fíkniefnasmygl. Einn þeirra var handtekinn í fangaklefa sínum á Litla Hrauni. Yfirheyrslur standa nú yfir og má búast við að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert