Sturla heldur til Noregs

00:00
00:00

Sturla Jóns­son, fræg­asti mót­mæl­andi lands­ins er á för­um til Vest­ur- Nor­egs. Þar hef­ur hann fengið starf sem gröf­u­stjóri í ná­grenni Björg­vinj­ar. Sturla seg­ir nauðsyn­legt að kom­ast frá skuld­un­um en laun­in í Nor­egi eru um 700 þúsund á mánuði.

Hann seg­ir fullt af fólki vilja yf­ir­gefa landið, en það sé á van­skila­skrá og eigi ekki fyr­ir far­inu eða leigu á bú­slóðagámi. Sturla  fylg­ir í fót­spor ann­ars frægs mót­mæl­anda, Evu Hauks­dótt­ur sem flutti til Stafang­urs í vor. Hann tel­ur þó ekki að það fari að verða ófriðsam­legt í Vest­ur – Nor­egi þar sem hlut­irn­ir séu al­mennt í góðu lagi þar. Hann tek­ur þó þokulúður­inn með til ör­ygg­is. Sjá sjón­varps­frétt mbl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert