Telja að Gunnar eigi að víkja

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi segjast telja, að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, hafi brugðist trausti bæjarbúa og hann eigi því að víkja. Segja bæjarfulltrúarnir einsýnt, að fyrirtæki í eigu dóttur bæjarstjórans hafi notið tengsla sinna.

Í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar segir, að þeim hafi borist rökstuddar ábendingar um óeðlilega mikil viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur bæjarstjórans í Kópavogi, Frjálsa miðlun.

„Sem kjörnum fulltrúum bar okkur skylda til að fylgja málinu eftir og óskuðum við því eftir mati óháðra endurskoðenda. Nú liggur það mat fyrir en það hlýtur að teljast áfellisdómur í málinu," segir í tilkynningunni. „Það er ljóst að lög um opinber innkaup virðast hafa verið brotin. Kópavogsbær virðist vera aðal viðskiptavinur fyrirtækisins og eðli viðskiptanna eru óljós. Skýrsla Deloitte staðfestir því grun okkar að um óeðlileg viðskipti hafi verið að ræða og um leið hafi verið farið illa með almennafé."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert