HB Grandi hf er með 9,67% af heildaraflamarki reiknað í þorskígildistonnum. Alls er HB Grandi með heimild til að veiða rúmlega 30 þúsund þorskígildistonn. Samherji er í öðru sæti með rúmlega 22 þúsund þorskígildistonn eða 7% af kvótanum.
Fiskistofa hefur eftirlit með að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram tiltekin lögákveðin mörk. Á heimasíðu Fiskistofu hefur verið birt yfirlit yfir aflaheimildir þeirra 100 útgerða sem ráða yfir mestum aflahlutdeildum samkvæmt gögnum Fiskistofu. Þar eru einnig birtar sambærilegar upplýsingar varðandi þær 50 útgerðir sem ráða yfir mestum krókaaflahlutdeildum.
Fiskistofa kannar einnig tengsl þeirra fyrirtækja sem hafa yfir mestum aflahlutdeildum að ráða og þá hvort samanlögð hlutdeild tengdra aðila fari yfir tilsett mörk. Unnið er að þeirri athugun nú.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.